Stuðningur eykur trúverðugleika

„Tímanlegar og ákveðnar varúðarráðstafanir sem ganga út á að sýna stuðning ríkisins við bankana myndu auka trúverðugleika og draga úr líkum á því að lánshæfiseinkunnir íslenska ríkisins myndu lækka í framtíðinni.“ Þannig er komist að orði í lok nýrrar skýrslu lánshæfismatsfyrirtækisins Fitch Ratings um Ísland sem kom út í gær.

Er í skýrslunni rakið hvernig Fitch Ratings hafi í byrjun þessa mánaðar breytt horfum fyrir lánshæfismat ríkissjóðs Íslands vegna langtímaskuldbindinga úr stöðugum í neikvæðar. Í rökstuðningi með þeirri ákvörðun var tekið fram að breytingar á horfum ríkissjóðs endurspegluðu það að lánshæfiseinkunnir bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, séu til neikvæðrar athugunar hjá fyrirtækinu, en tilkynning þar um var birt á sama tíma í byrjun þessa mánaðar.

Í skýrslunni frá því í gær er ítrekað það mat Fitch Ratings að lánshæfi ríkissjóðs Íslands standi á traustum grunni því hreinar skuldir hins opinbera séu 7,6% af vergri landsframleiðslu, afgangur af fjárlögum hefði verið samfelldur frá árinu 2004 og greiðslubyrði lána sé mjög lítil. Heildarskuldir þjóðarbúsins séu hins vegar mjög miklar og meiri en í nokkru öðru landi sem matsfyrirtækið meti. Íslensk stjórnvöld hafi lýst því yfir að þau muni koma bönkunum til hjálpar gerist þess þörf. Stærð bankanna með hliðsjón af þjóðarframleiðslu veki hins vegar spurningar um möguleika ríkisins til slíkra aðgerða. Tímasetningar í þessum efnum skipti þó meginmáli. Segir í skýrslunni að tímanlegar og ákveðnari aðgerðir af hálfu hins opinbera en hingað til hafi verið greint frá geti aukið tiltrú, án þess að stofna lánshæfi hins opinbera í hættu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK