Methagnaður hjá Chevron

Bensínstöð í eigu Chevron.
Bensínstöð í eigu Chevron. ap

Hagnaður bandaríska olíufélagsins Chevron nam 5,17 milljörðum dala eða 2,48 dölum á hlut á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 4,72 milljarða dala eða 2,18 dali á hlut á sama tímabili í fyrra. Er þetta mesti hagnaður félagsins á fyrsta ársfjórðungi í sögu félagsins en methagnaður hefur verið af rekstri þess síðastliðin fjögur ár.

Er þetta meiri hagnaður heldur en greiningardeildir höfðu spáð en að meðaltali hljóðaði spá þeirra upp á 2,41 dal á hlut í hagnað í fjórðungnum. Hins vegar voru tekjur Chevron minni en spáð hafi verið. Námu tekjurnar 65,95 milljörðum dala en að meðaltali hljóðaði spá greiningardeilda upp á 75,64 milljarða dala. Þrátt fyrir þetta eru tekjur Chevron 37% meiri en á sama tímabili í fyrra er þær voru 48,23 milljarðar dala.

Skýrist aukinn hagnaður Chevron af háu verði á hráolíu líkt og hjá öðrum olíufélögum sem hafa kynnt afkomu sína á fyrsta ársfjórðungi. Hlutabréf Chevron, sem er annað stærsta olíufélag Bandaríkjanna, hafa hækkað um 0,18% það sem af er degi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK