Gríðarlegt tap hjá UBS

AP

Svissneski bankinn UBS tilkynnti í morgun, að tap á rekstri bankans á fyrsta ársfjórðungi hefði numið 11,5 milljörðum svissneskra franka, jafnvirði nærri 840 milljarða íslenskra króna.

Bankinn hafði áður varað við að búast mætti við allt að 12 milljarða franka tapi á tímabilinu en hann afskrifaði 19 milljarða dala skuldabréfaeign sem tengist svonefndum undirmálslánum á bandarískum fasteignamarkaði.

Bankinn segir í yfirlýsingu í dag, að fækkað verði um 5500 störf á næstunni, þar af um 2600 í fjárfestingarbankastarfsemi. 

UBS, sem er stærsti banki í Sviss, hefur alls tapað jafnvirði 2870 milljarða króna frá því sl. sumar, aðallega vegna undirmálslánakreppunnar bandarísku. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK