Forðinn eykst í krónum talið

Gjaldeyrisforði Seðlabankans fer stækkandi.
Gjaldeyrisforði Seðlabankans fer stækkandi. mbl.is/Ómar

Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands nam 203 milljörðum króna í lok júnímánaðar, samanborið við 162,8 milljarða um áramót og 190,3 milljarða í lok maí. Erlendar skuldir Seðlabankans voru 288 milljónir króna í lok júní samanborið við 112 milljónir í ársbyrjun, samkvæmt upplýsingum frá bankanum.

Miðað við þetta hefur gjaldeyrisforðinn aukist um 6,84% í júní, í krónum talið, en á sama tíma hækkaði gengisvísitala krónunnar um 7,84% - og hefur gengi krónunnar því lækkað sem því nemur. Gefur þetta tilefni til að ætla að gjaldeyrisforðinn hafi því ekki aukist sem slíkur, heldur að verðgildi hans í krónum hafi aukist vegna gengislækkunar krónu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK