Hluthafi í SPRON íhugar málshöfðun

Birgir Örn Steingrímsson í ræðustóli á hluthafafundi Kaupþings.
Birgir Örn Steingrímsson í ræðustóli á hluthafafundi Kaupþings. mbl.is/Kristinn

„Ég er að safna saman hluthöfum í SPRON til að skoða stöðuna með málshöfðun í huga,“ segir Birgir Örn Steingrímsson.

Hluthafar í SPRON samþykktu á hluthafafundi í fyrrakvöld samruna sparisjóðsins við Kaupþing. Á fundinn mættu fulltrúar tæplega 75% hlutafjár og af þeim samþykktu fulltrúar 83,7% hlutafjár tillögu um samruna, en 16,2% voru á móti.

„Þetta með áttatíu prósent samþykkt er bara leikur að tölum,“ segir Birgir. Tæpar þrjú þúsund milljónir atkvæða féllu samrunaáætlun í vil, en atkvæði í SPRON eru um fimm þúsund milljónir.

Stjórn SES-sjóðsins greiddi atkvæði með samrunanum, en sjóðurinn er stærsti hluthafinn í SPRON með tæp 15% hlut og fer stjórnin því með um 750 milljónir atkvæða. Á heimasíðu SPRON segir að markmið SES-sjóðsins sé „að stuðla að vexti og viðgangi SPRON“.

Birgir segir að samkvæmt þessu markmiði sjóðsins hafi stjórn hans borið skylda til að greiða atkvæði gegn samrunanum, og bendir á að hefði hún ekki greitt atkvæði hefðu einungis rúmlega 40% heildaratkvæða í félaginu fallið samrunanum í vil. „Hefði hún greitt atkvæði á móti hefði tillagan verið felld þar sem ekki hefðu náðst tveir þriðju hlutar með tillögunni.“

Birgir segir að þeir sem greiddu atkvæði með samrunanum hafi fyrst og fremst verið stórir hluthafar með mikið atkvæðavægi, auk stjórnar SES sjóðsins. Í höfðatölu talið hafi tæp 70% hluthafa greitt atkvæði gegn samrunanum.

Gengi í SPRON rauk upp við opnun markaða í gær, en fyrir lokun markaða í gær hafði verðmæti bréfa í félaginu hækkað um tæp 14,4%. Þá hækkaði Exista um 5,5%, en hluthöfum í SPRON var boðið að fá greitt að hluta með bréfum Existu. Gengi Kaupþings styrktist um 1,4%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK