Skuldatryggingaálagið lækkar ört

Skuldatryggingaálag bankanna er nú á hraðri niðurleið og er farið að nálgast álagið frá því í júní.

Skuldartryggingarálag Kaupþings stendur nú í 630 punktum og hefur lækkað um 350 punkta í vikunni. Þá hefur álag Glitnis lækkað um 305 punkta og stendur nú í 680 punktum. Álag Landsbankans er komið niður í 410 punkta eftir 240 punkta lækkun í vikunni.

Hins vegar er bent á það á Morgunkorni Glitnis að skuldatryggingaálag ríkissjóðs hafi haldist mun stöðugra en álag bankanna og hafi í raun lítið breyst frá 250 punktunum í júní.

Í Morgunkorni Glitnis er bent á að margar samverkandi ástæður séu fyrir mikilli lækkun álags bankanna nú:

„Viðskipti á markaði með skuldatryggingarálag eru nú að aukast á nýjan leik eftir daufan sumarmarkað, uppgjör bankanna hafa að líkindum jákvæð áhrif og þá er ekki útilokað að niðurstöður álagsprófs Fjármálaeftirlitsins sem birtar voru í gær hafi haft jákvæð áhrif á þróun skuldatryggingarálagsins, en fjórir stærstu viðskiptabankarnir stóðust allir prófið. Þessar miklu hreyfingar undanfarna daga á álagi skuldatrygginga bankanna þykja þó fyrst og fremst sýna hversu skammt er milli öfga á þessum markaði og hversu óskilvirkur og grunnur markaðurinn með skuldatryggingar er í raun og veru“ 
( filma úr safni , fyrst birt 19970110 Mappa Fjármál …
( filma úr safni , fyrst birt 19970110 Mappa Fjármál 1 síða 54 röð 1a íslenskir seðlar og mynt ) Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka