Verð á hráolíu nálgast 117 dali tunnan

mbl.is/Ómar

Verð á hráolíu fór upp fyrir 116 dali tunnan í viðskiptum í Asíu í morgun. Verð á hráolíu til afhendingar í október hækkaði um 1,20 dali og er 116,76 dalir tunnan í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York.

Hráolíuverð hækkaði um 1,01 dal tunnan í 115,56 dali tunnan á NYMEX markaðnum í gærkvöldi þrátt fyrir að birgðir af hráolíu hafi stóraukist í Bandaríkjunum í liðinni viku. Hins vegar minnkuðu bensínbirgðir mun meira heldur en spáð hafði verið eða um 6,2 milljónir tunna og eru minni heldur en þær eru venjulega, samkvæmt upplýsingum frá Orkumálaráði Bandaríkjanna.

Í Lundúnum hækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í október um 94 sent í morgun í 115,30 dali tunnan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK