Fasteignasala dróst saman um 66,9% á milli ára

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Alls var 286 kaupsamningum fasteigna þinglýst við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í ágúst. Heildarvelta nam 9,4 milljörðum króna. Þegar ágúst 2008 er borinn saman við ágúst 2007 fækkar kaupsamningum um 66,9% og velta minnkar um 63%.  Í ágúst 2007 var þinglýst 864 kaupsamningum, velta nam 25,3 milljörðum króna

Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 5,6 milljörðum í ágúst 2008, viðskipti með eignir í sérbýli 2,1 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 1,6 milljörðum króna.

Fækkar um 20,8% milli mánaða

Þegar ágúst 2008 er borinn saman við júlí 2008 fækkar kaupsamningum um 20,8% og velta minnkar um 19,8%. Í júlí 2008 var þinglýst 361 kaupsamningi, velta nam 11,7 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 32,3 milljónir króna.

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á Akureyri í ágúst 2008 var 31. Þar af voru 17 samningar um eignir í fjölbýli, 13 samningar um eignir í sérbýli og 1 samningur um annars konar eign. Heildarveltan var 704 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,7 milljónir króna.

Á sama tíma var 14 samningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru 5 samningar um eignir í fjölbýli, 8 samningar um eignir í sérbýli og 1 samningur um annars konar eign. Heildarveltan var 279 milljónir króna og meðalupphæð á samning 19,9 milljónir króna.

Á sama tíma var 8 samningum þinglýst á Akranesi. Þar af var 4 samningar um eignir í fjölbýli og 4 samningar um eignir í sérbýli. Heildarveltan var 147 milljónir króna og meðalupphæð á samning 19,9 milljónir króna.

Á sama tíma var 37 samningum þinglýst í Reykjanesbæ. Þar af voru 27 samningar um eignir í fjölbýli, 7 samningar um eignir í sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.456 milljónir króna og meðalupphæð á samning 39,4 milljónir króna, að því er fram kemur á vef Fasteignamats ríkisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK