Straumur eignast hluta XL Leisure

XL Leisure er gjaldþrota
XL Leisure er gjaldþrota Reuters

Samkomulag hefur náðst um að Straumur eignist starfsemi XL í Þýskalandi og Frakklandi, enda telur bankinn að þar sé um að ræða rekstur sem staðið geti undir sér, að því er segir í tilkynningu. Þar kemur fram að áhætta Straums af kröfum á hendur XL nemur um 45 milljónum evra. Á þessu stigi er ekki ljóst að hvaða marki þetta fé verður endurheimt.

Segir í tilkynningu frá Straumi að þótt fjárhæðin sem um ræðir sé ekki léttvæg er hún lág með hliðsjón af eigin fé Straums, sem var 1,5 milljarðar evra í lok annars ársfjórðungs.
 
 Starfsemi XL í Þýskalandi og Frakklandi verður haldið áfram innan sjálfstæðra eininga. Ætlan Straums er að styðja við áframhaldandi rekstur þeirra og verður eignaraðild bankans að þeim tekin til endurskoðunar eftir því sem rétt og tímabært þykir.

„XL Leisure hefur óskað eftir greiðslustöðvun eftir að reynt hafði verið til þrautar um alllangt skeið að koma við fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins. Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf. ("Straumur") hefur átt gott starfstarf við XL um árabil og þykir miður að ekki skyldi takast að leysa þann vanda sem fyrirtækið stóð frammi fyrir.
 
Alþekkt er að skilyrði til flugrekstrar hafa að mörgu leyti verið erfið að undanförnu og hefur Straumur unnið náið með stjórnendum XL að því að finna lausn á vanda fyrirtækisins. Jafnframt hefur bankinn lagt fyrirtækinu til fjármagn að undanförnu í því skyni að mæta lausafjárþörf þess," að því er segir í tilkynningu frá Straumi.

Ábyrgð fellur á Eimskip

26 milljarða króna ábyrgðir munu falla á Eimskip vegna gjaldþrots XL Leisure Group en félagiðhefur verið lýst gjaldþrota þar sem ekki tókst að endurfjármagna félagið. Því er ljóst að ábyrgð Hf. Eimskipafélags Íslands vegna Jointrace Ltd, móðurfélags XL, mun falla á félagið og þá um leið hafa áhrif á efnahag og afkomu Eimskips, að því er segir í tilkynningu frá Eimskip.

Fram kom í tilkynningu Eimskips til Kauphallar miðvikudaginn 9. september sl., að sterkir fjárfestar undir forystu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar myndu kaupa kröfuna félli hún á félagið.

Óljós áhrif af ábyrgð vegna flugvélaleigusamninga

Fjárhæð kröfu vegna sölu XL og flugrekstrarleyfisábyrgða, sem ofangreindir fjárfestar hafa lýst sig reiðubúna að kaupa, er um 207 milljónir evra eða um 26 milljarðar íslenskra króna. Eins og fram hefur komið mun fyrrnefndur hópur fjárfesta fresta gjalddaga kröfunnar eftir að hafa tekið hana yfir. Jafnframt er fyrirhugað að hún muni víkja fyrir kröfum annarra lánardrottna á hendur Eimskip.

Auk þess er Eimskip í ábyrgð vegna flugvélaleigusamninga eins og fram kemur í ársskýrslu félagsins, en fjárhagsleg áhrif vegna þeirra eru enn óljós.

Straumur
Straumur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK