Hráolíuverð lækkar eftir mikla hækkun í gær

Reuters

Verð á hráolíu lækkaði heldur í dag í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York. Nemur lækkun dagsins 97 sentum á tunnu og er hún nú seld á 96,19 dali. Í gær hækkaði verð á hráolíu um 6,01 dal tunnan og var lokaverðið 97,16 dalir tunnan. Fyrr í vikunni hafði hráolíuverð lækkað um rúma tíu dali.

Helsta skýringin á hækkuninni í gær er að fjárfesta flúðu af hlutabréfamarkaði yfir í olíu í von um skjótfengin gróða. „Þrátt fyrir að ekki sé litið á olíu sem jafn öruggan fjárfestingakost og gull þá þykir hún öruggari heldur en verðbréf," segir Victor Shum, sérfræðingur í olíuviðskiptum hjá Gertz & Purvin í Singapúr. Hann bætir við að ef vandræðin sem nú ríkja á fjármálamarkaði leiða til kreppu í heiminum þá muni það hafa alvarlegar afleiðingar á eftirspurn eftir olíu í heiminum.

Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði í dag um 94 sent í Lundúnum og er 93,90 dalir tunnan.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK