Úrvalsvísitalan lækkaði um 16,59%

Friðrik Tryggvason

Úrvalsvísitalan lækkaði um 16,59% í dag og hefur aldrei áður lækkað jafn mikið á einum degi. Lokagildi hennar er 3.395,69 stig. Hefur vísitalan lækkað um 46,25% á árinu.

Skýrist lækkunin aðallega á lækkun Glitnis en bankinn lækkaði um 71% í dag frá lokaverði á föstudag sem var 15,7 en lokaverðið í dag var 4,55. Lokað var fyrir viðskipti með bréf Glitnis í gær vegna kaupa ríkisins á 75% hlutafjár á 84 milljarða króna.

Spron lækkaði um 9,66%, Atlantic Petroleum 9,09%, Exista 8,26%, Atorka 5,37% og Landsbankinn 5,12%.

Færeyjabanki hækkaði um 2,44%, Alfesca 0,47% og Össur 0,11%.

Mikil viðskipti hafa verið með skuldabréf í Kauphöll Íslands í dag og í gær og hafa þau hækkað verulega í verði. Nam veltan í dag 49,2 milljörðum króna en veltan með hlutabréf nam 19,8 milljörðum króna. Mest velta var með bréf Landsbankans, 9,4 milljarðar króna og Kaupþing 7 milljarðar króna. Hlutabréf Kaupþings lækkuðu um 4,29%.

Í Ósló hækkaði hlutabréfavísitalan um 6,07% og Helsinki 0,63%. Kaupmannahöfn lækkaði um 2,13% og Stokkhólmur um 0,75%. Samnorræna vísitalan Nordic 40 lækkaði um 0,72%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK