Samúræjaútgáfa að lokast

Reuters

Japanskir fjárfestar hafa dregið úr kaupum á samúræja skuldabréfum. Telja þeir þessa leið erlendra banka til að afla fjármagns vera að lokast.
Kaupþing greiddi ekki í gær 50 milljónir jena afborgun, um 56 milljarða íslenskra króna, af samúræja-bréfum sem bankinn gaf út árið 2006.

Samúræja-skuldabréfum svipar til svonefndar jöklabréfa. Þau eru skuldabréf sem erlendir aðailar gefa út í jenum í Japan. Reuters-fréttastofan segir að samúræja-skuldabréfamarkaðurinn hafi að undanförnu verið einn af fáum uppsprettum erlendra fjármálafyrirtækja til að verða sér úti um fjármagn, eftir að fjármálakreppan í heiminum fór á skrið. Nú sé þessi markaður hins vegar að lokast.

Kaupþing er væntanlega fyrsti bankinn í Evrópu sem lendir í vanskilum með greiðslur af samúræjabréfum. Í gær fengust þær upplýsingar hjá Kaupþingi, sem greint var frá hér, að bankinn muni ekki greiða af skuldabréfum sínum á meðan hann er enn til meðferðar hjá stjórnvöldum hér á landi.

Kaupþing hefur sjö daga frá gjalddaganum í gær til að standa í skilum með greiðslur af samúrjæjabréfunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK