Íslendingar flytji út bifreiðar

Bílaútflutningur gæti skilað þjóðarbúinu umtalsverðum og kærkomnum gjaldeyristekjum á næstu mánuðum. Í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis segir að til standi að breyta lögum um opinber gjöld af bifreiðum á þann hátt að þau fáist endurgreidd að verulegu eða öllu leyti við útflutning notaðrar bifreiðar.

Þó að markaður fyrir notaðar bifreiðar hafi laskast erlendis vegna framvindu efnahagsmála þar undanfarið sé sá markaður eflaust í betra standi en hérlendur bifreiðamarkaður um þessar mundir.

„Á vef Bílgreinasambandsins kemur fram að u.þ.b. 8 - 10.000 notaðir bílar séu nú til sölu hér á landi, og að meðalverð á notuðum bílum sé í námunda við 2,5 milljónir króna. Þótt veruleg óvissa ríki um hve hátt verð muni fást fyrir þessa bíla erlendis og ljóst að aðeins mun hluti þeirra verða sendur úr landi má ætla að talsverðar gjaldeyristekjur myndu fást með þessu móti.

Auk þess mun slík sala létta töluvert undir með heimilum sem eiga töluverða fjármuni bundna í bifreiðum á sölu hérlendis. Loks er gengi krónu afar hagstætt fyrir slík viðskipti í dag, sér í lagi með nýlega bíla sem keyptir voru þegar krónan stóð hvað sterkust á fyrri hluta síðasta árs. Má því ætla að efnahagslegur ávinningur af slíkum útflutningi geti verið töluverður,“ segir í Morgunkorninu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK