Endurskoða þarf fiskveiðistjórnunarkerfi ESB

Brot á reglum fiskveiðistjórnunarkerfis ESB voru tæplega 10.400 árið 2006.
Brot á reglum fiskveiðistjórnunarkerfis ESB voru tæplega 10.400 árið 2006. mbl.is/Þorkell

Joe Borg, fiskimálastjóri ESB, segir alvarleg brot á reglum fiskveiðistjórnunarkerfis sambandsins undirstrika nauðsyn þess að endurskoða kerfið.

Á vefsíðu LÍÚ er haft eftir Borg að án virkrar stjórnunar muni aldrei takast að snúa af þeirri braut hnignunar sem nú einkenni evrópskan sjávarútveg. Brot á reglum fiskveiðistjórnunarkerfis Evrópusambandsins á árinu 2006 voru alls 10.362 talsins að því er kemur fram í sjöundu ársskýrslu framkvæmdastjórnar ESB. 

„Þrátt fyrir að þetta séu um 1% færri brot en árið 2005 verður að hafa í huga að skipum í flotanum fækkaði um 10% á milli þessara ára. Í skýrslunni kemur fram að þetta séu ekki tæmandi tölur þar sem þær byggja alfarið á upplýsingum einstakra aðildarríkja,“ segir í frétt LÍÚ

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK