Björgunaraðgerðir vegna Carnegie

Aðaleigendum sænska fjárfestingarbankans Carnegie hefur um helgina tekist að safna loforðum um nýtt hlutafé sem nemur 1,2 milljörðum sænskra króna. Þetta er þó háð því, að sænska fjármálaeftirlitið svipti bankann ekki starfsleyfi.

Fram kemur á norrænum viðskiptavefjum, að þeir Patrik Enblad og Anders Böö hafi um helgina náð að afla nýs hlutafjár. Einnig er gert ráð fyrir að skipt verði um alla stjórn bankans.

Vefurinn di.se segir, að meðal þátttakenda í hlutafjáraukningunni séu fjölskyldan Ehrnrooth, fyrirtækin Skanditek og Skandia Liv og fjármálamaðurinn Gustaf Douglas. Einnig er stór banki sagður hafa fallist á að veita Scandia lánalínur en Nordea lokaði lánalínum bankans í kjölfar ársfjórðungsuppgjörs Carnegie.  Varð sænski bankinn þá að leita á náðir sænska seðlabankans.

Sænska fjármálaeftirlitið hefur að undanförnu skoðað hvort reglur hafi verið brotnar eftir að í ljós kom, að Carnegie lánaði einum viðskiptavini 1 milljarð sænskra króna. Von er á niðurstöðu stofnunarinnar í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK