Skattpíning mest í Danmörku

Danir eru heimsmeistarar í skattlagningu tekna þegnanna samkvæmt útreikningum endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækisins KPMG.  Þar í landi eru svonefnt jaðarskatthlutfall 59% en í Svíþjóð, sem kemur næst, er þetta hlutfall 55%. Á Íslandi er hlutfallið 35,7%, samkvæmt útreikningum KPMG.

Jaðarskatthlutfall er það hlutfall af síðustu krónunni sem launþegi vinnur sér inn sem rennur til hins opinbera. 

KPNG rannsakaði skattlagningu í 87 löndum og kemur fram í skýrslu fyrirtækisins, að jaðarskatthlutfallið er að jafnaði 28,8% og hefur lækkað um 2,5 prósentur síðasta árið.  Af löndunum 87 hefur skatthlutfallið hækkað í 7 en lækkað í 33. Mesta lækkunin í Vestur-Evrópu varð í Frakklandi, úr 48,1% í 40%.

Í Evrópu eru lægstu jaðarskattarnir í austurhlutanum, eru m.a. 10% í Búlgaríu. 

Helena Robertsson, sem stýrir skattadeild KPMG í Svíþjóð, segir á heimasíðu fyrirtækisins að þótt búast megi við því að tekjuskattar fari lækkandi í ríkjum heims á næstunni muni heildarskattlagning ekki minnka vegna þess að óbeinir skattar af ýmsu tagi, svo sem vörugjöld, tollar og virðisaukaskattar, muni hækka.

Skýrsla KPMG

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK