Danskur banki í þrot

Danski bankinn Ebh Bank hefur lýst því yfir, að lausafjárstaða hans sé komin niður fyrir áskilin mörk. Hefur bankinn því leitað til danska fjármálaeftirlitsins og óskað eftir að það grípi inn í reksturinn.

Stjórn og framkvæmdastjórn Ebh hafa nú farið yfir útlán og tryggingar bankans eftir ársfjórðungsuppgjör, sem birt var í októberlok, og segir að þörf sé á frekari afskriftum. Það þýði, að lausafjárhlutfall bankans sé komið langt undir þau mörk, sem áskilið er í lögum. 

Í tilkynningu frá bankanum segir að afskriftirnar tengist aðallega fasteignafélögum. Bankinn tapaði  m.a. miklu fé þegar fasteignafélögin  
Midtcom og Midtcom Erhverv í Vejle urðu gjaldþrota fyrr á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK