Dýrast í Ósló

Frá Ósló.
Frá Ósló. mbl.is/Golli

Það er dýrast að gera innkaup í Ósló samkvæmt útreikningum fyrirtækisins PriceRunner, sem hefur borið saman verð í 24 borgum um allan heim. Reykjavík er með í þeim samanburði og kemur nokkkuð vel út, er í 8. sæti þegar litið er bæði til Evrópu og heimsins alls.

PriceRunner hefur borið saman verð á nokkrum vinsælum neysluvörum og þjónustu í borgunum 24. Þar kemur m.a. fram að hæg er að spara stórfé á því að kaupa vörur á borð við sjónvörp og leikjatölvur þar sem þær eru ódýrastar.  

Þannig er Sony Playstation 3 um það bil 20 þúsund krónum ódýrari í Tókýó en Stokkhólmi. IPod er 20% ódýrari í Bandaríkjunum en í Svíþjóð. Og vilji menn kaupa  LE40A656 flatskjá frá Samsung borgar það sig ekki að fara til Reykjavíkur þar sem slík vara er um 200 þúsund krónum dýrari en í Stokkhólmi, fullyrðir PriceRunner.

Stokkhólmur kemur hins vegar verst út þegar borið er saman verð á strætómiðum. Þar kostar ein ferð með strætó 30 sænskar krónur, jafnvirði um 600 íslenskra króna, en 2,28 sænskar krónur í Shanghaí. 

Þá þarf að greiða mest fyrir Big Mac hamborgara í Ósló.

Listinn yfir borgirnar 24:

Shanghai, Kína, -23,7%
San Francisco, Bandaríkjunum  -15,6%
Vilnius, Litháen,  -14,2%
Varsjá, Póllandi,  -12%
Búdapest, Ungverjalandi,  -11%
Lissabon, Portúgal,  -8,4%
New York, Bandaríkjunum, -6,8%
Aþena, Grikklandi,    -6,1%
Berlín, Þýskalandi, -5,9%
Prag, Tékklandi, -4%
Róm, Ítalíu, 2,8%
Brussel, Belgíu, 1,6%
Madríd, Spáni, 1,7%
Vín, Austurríki, 2,8%
Amsterdam, Hollandi, 3,%
Tókíó, Japan    16    4,3%
Reykjavík, Íslandi, 4,4%
London, Englandi,  4,7%
Helsinki, Finnlandi, 8,8%
Dublin, Írlandi, 11,7%
Stokkhólmur, Svíþjóð, 12,2%
París, Frakklandi, 13,5%
Kaupmannahöfn, Danmörku, 18,4%
Ósló, Noregi, 29,%

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK