Langri kreppu spáð í Bretlandi

Fasteignaverð hefur hrunið í Bretlandi undanfarið
Fasteignaverð hefur hrunið í Bretlandi undanfarið Reuters

Kreppan í Bretlandi verður lengri og dýpri en áður var haldið samkvæmt mati stærsta þrýstihóps hagsmunasamtaka í landinu, The Confederation of British Industry (CBI), sem birt var í dag.

CBI telja að efnahagur Bretlands dragist saman um 1,7 prósent á árinu 2009 en hópurinn hafði áður spáð 0,3 prósent vexti á því ári.

Þá spá CBI því að atvinnulausum muni fjölga um allt að eina milljón og að fjöldi þeirra muni verða 2,9 milljónir manna þegar mest lætur. Í dag eru um 1,8 milljónir manna atvinnulausir í Bretlandi.

Talið er að samdráttur í þjóðarframleiðslu í Bretlandi á næsta ári verði sá mesti frá árinu 1991.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK