Krónan styrkist um 1,3%

Gengi krónunnar hefur styrkst um 1,3% það sem af er degi og stendur gengisvísitalan í 190,5 stigum. Var hún 193 stig við upphaf viðskipta klukkan 9:15. Bandaríkjadalur er nú skráður á 111,57 krónur, pundið 164,77 krónur, evran 143,66 krónur og danska krónan 19,285 krónur. Í gær styrktist gengi krónunnar um 5,7%.

Þegar millibankamarkaðar með gjaldeyri og flot krónunnar með ákveðnum takmörkunum fór af stað á ný á fimmtudaginn í síðustu viku kostaði evran  187 krónur.  

Flot með ankeri

Í Morgunkorni Greiningar Glitnis í gær kom fram að þessi þróun er afar jákvæð fyrir stöðu íslenskra heimila og fyrirtækja. Kaupmáttur heimilanna, eigna og skuldastaða er afar háð gengisþróuninni.

 „Flot með ankeri er það kerfi kallað sem nú er við lýði á gjaldeyrismarkaði. Höft eru á stærstum hluta fjármagnsflutninga en gjaldeyrisviðskipti vegna vöru og þjónustuviðskipta frjáls. Afgangur af vöru og þjónustujöfnuði við útlönd við það gengi sem nú er og var við upphaf þessa kerfis stuðlar að hækkun krónunnar. Gengi krónunnar er enn nokkuð lágt m.v. það sem þarf til að tryggja jafnvægi á þessum viðskiptum. Reikna má með því að krónan leiti í átt að þessu jafnvægi á næstunni og að hún muni því styrkjast frekar.

Stefnt er að frjálsara floti krónunnar með afnámi hafta á fjármagnsflutninga. Verulegar skammtímastöður erlenda aðila í krónunni ásamt líkum á einhverjum flótta innlendra aðila úr myntinni mun eflaust leiða til þess að hömlunum verður haldið um sinn á meðan traust efnahagsstefnunnar er byggt upp á ný og varnir gegn slíku fjármagnsútflæði, m.a. í formi sterkari gjaldeyrisforða, hafa verið byggðar upp.

Þetta mun eflaust taka nokkurn tíma. Hugsanlegt er að reynt verði að draga úr áhættu af stórum stöðum erlendra aðila í krónunni áður en að fullkomnu floti kemur, t.d. með sérstökum gjaldeyrisuppboðum fyrir þá aðila. Stefna stjórnvalda og Seðlabankans sem sett er í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er að treysta stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og stuðla að styrkingu krónunnar," að því er sagði í Morgunkorni Glitnis í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka