Engar ákvarðanir um sölu símafélaga

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. mbl.is/Ásdís

Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að selja pólsku símafyrirtækin Netia og Play sem eru í eigu Novator, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar. Pólskir fjölmiðlar, þar á meðal pb.pl (Puls Buiznesu), greina frá því í dag að Novator sé að reyna að selja fyrirtækin þar sem félagið sé fjárþurfi.

Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður feðgana Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, segir ekki enga ákvörðun hafa verið tekna um að selja fyrirtækin í Póllandi. „Við erum ekki með neitt formleg söluferli í gangi. Staðan á öllum mörkuðum í dag, í ljósi heimskreppunnar, er þó þannig að allir möguleikar verða að vera opnir. En það er ekki rétt að sem nefnt hefur verið að Novator sé að selja þessar eignir núna eða þurfi sérstaklega á því að halda,“ sagði Ásgeir í samtali við mbl.is í morgun.

Meðal fleiri eigna Novator er lyfjafyrirtækið Actavis sem er með höfuðstöðvar hér á landi. Innan við eitt prósentum af tekjum fyrirtækisins kemur þó héðan.

Umfjöllun pb.pl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK