400 störf í hættu hjá Bakkavör í Bretlandi

Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru aðaleigendur Bakkavarar
Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru aðaleigendur Bakkavarar Skapti Hallgrímsson

Talið er að allt að fjögur hundruð starfsmenn Bakkavarar í Bretlandi geti misst vinnuna í þremur verksmiðjum félagsins í Lincolnskíri. Kemur fram í frétt BBC að Bakkavör sé að endurskipuleggja reksturinn en alls starfa um tvö þúsund manns hjá fyrirtækinu í verksmiðjunum.

Haft er eftir talsmanni Bakkavarar að nú ríki viðsjárverðir tímar í matvælavinnslu og að fyrirtækið fylgist grannt með gangi mála á tímum versnandi efnahagsástands.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK