Talsverðar lækkanir á Wall Street

Hlutabréfavísitölur lækkuðu á Wall Street í kvöld
Hlutabréfavísitölur lækkuðu á Wall Street í kvöld AP

Helstu hlutabréfavísitölur á Wall Street lækkuðu talsvert í kvöld enda ekki mikil bjartsýni meðal fjárfesta eftir afkomuviðvaranir frá stórfyrirtækjum og mikla fjölgun atvinnulausra. Dow Jones vísitalan lækkaði um 2,72% og er 8.769,40 stig. Nasdaq lækkaði um 3,23% og Standard & Poor's um 3%. Hlutabréf deCode lækkuðu um 12,5% og eru 0,21 dalur á hlut.

Alcoa tilkynnti um uppsagnir og samdrátt í rekstri eftir lokun í Kauphöllinni í New York í gærkvöldi. Hlutabréf félagsins lækkuðu um 10,15% í dag. Intel gaf út afkomuviðvörun fyrir fjórða ársfjórðung í dag og er það önnur afkomuviðvörun fyrirtækisins fyrir þann ársfjórðung. Lækkuðu hlutabréf félagsins um 6,05% í dag. Time Warner var rekið með tapi á fjórða ársfjórðungi og hefur það ekki gerst í sex ár að félagið hafi tapað. Skýrist það að mestu af miklum afskriftum eigna. Hlutabréf Time Warner lækkuðu um 6,28% í Kauphöllinni í New York í kvöld. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK