Madoff ætlaði að senda vinum milljarða

Bernard Madoff.
Bernard Madoff. Reuters

Bandarískir saksóknarar segja, að bandaríski fjárfestirinn Bernard Madoff, sem uppvís varð nýlega að 50 milljarða dala fjársvikum, hafi ætlað að senda vinum og ættingjum ávísanir, samtals að verðmæti 173 milljóna dala, jafnvirði 21 milljarðs króna, skömmu áður en hann var handtekinn.

Madoff er laus gegn 10 milljóna dala tryggingu. Saksóknarar hafa hins vegar krafist þess að dómari ógildi þann úrskurð þannig að Madoff verði að sitja í gæsluvarðhaldi þar til réttarhöld yfir honum fara fram. Gert er ráð fyrir að dómari í New York kveði upp skriflegan úrskurð á morgun eða mánudag.

Saksóknarinn Lev Dassin segir í bréfi til réttarins, að þegar leitað var í skrifborði Madoffs eftir að hann var handtekinn fundust um það bil 100 undirskrifaðar ávísanir, stílaðar á vini og ættingja Madoffs, samtals upp á 173 milljónir dala. Þessar ávísanir hefðu verið sendar hefði Madoff ekki verið handtekinn 11. desember og þannig hefði hann getað komið hluta af eignum sínum undan.

Allar eigur Madoffs hafa verið frystar og hann er í stofufangelsi í lúxusíbúð sinni í New York. Áður hefur komið fram, að Madoff sendi skartgripi, þar á meðal demantshálsfesti og dýr úr, til vina og ættingja. Þessir gripir eru metnar á rúma milljón dala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK