OECD: Slæmar horfur á evru-svæðinu

Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu í Frankfurt.
Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu í Frankfurt. AP

Ekki er útlit fyrir bata í efnahagsmálum þeirra sextán ríkja myntbandalags Evrópu fyrir en á síðari hluta næsta árs, samkvæmt nýrri skýrslu frá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD).

Um er að ræða árlega skýrslu OECD um efnahagsmál á evru-svæðinu. Kemur fram í skýrslunni að samdrátturinn sem hófst á öðrum ársfjórðungi síðasta árs muni vara fram á síðari hluta ársins í ár. Á síðari hluta 2010 er þess að vænta að hagvöxtur aukist á ný. Til þess að það gerist verði að koma til fjárhagslegur stuðningur frá stjórnvöldum og breytingar á peningamálastefnu. 

Í skýrslu OECD kemur fram að Seðlabanki Evrópu hafi möguleika á að lækka stýrivexti enn frekar en ítrekað er að mikil óvissa ríki í efnahagsmálum næstu misserin. „Ef verðbólguþrýstingur eykst meira en væntingar eru um eru tækifærin færri til vaxtar."

Fastlega er gert ráð fyrir því að Seðlabanki Evrópu muni lækka stýrivexti enn frekar á morgun enda staða efnahagsmála dökk um þessar mundir. Eins hefur áhrif að verulega hefur dregið úr verðbólgu og í raun mun meira en spár gerðu ráð fyrir.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK