Hunter sagður undirbúa tilboð í HoF

Verslun House of Fraser í Lundúnum.
Verslun House of Fraser í Lundúnum.

Skoski kaupsýslumaðurinn Sir Tom Hunter er talinn vera að undirbúa tilboð í 35% hlut Baugs í bresku verslunarkeðjunni House of Fraser. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Sunday Times í dag.

Hunter á 11% hlut í verslunarkeðjunni, sem m.a. rekur verslanir í Edinborg og Glasgow. Hunter stóð ásamt Baugi, FL Group, Bank of Scotland og enska kaupsýslumanninum Kevin Stanford að yfirtökunni á House of Fraser árið 2006.  

Daily Telegraph segir á vef sínum í dag, að Stanford, sem m.a. stofnaði verslunarkeðjuna Karen Millen, sé að íhuga að bjóða í 35% hlut Baugs í tískuvörukeðjunni All Saints en Stanford á yfir helmings hlut í keðjunni.

Þá segir blaðið, að kaupsýslumennirnir Sir Philip Green og Theo Paphitis munu væntanlega reyna að kaupa eitthvað af eignum Baugs í Bretlandi. Fjárfestingarsjóðirnir   Bridgepoint, Alchemy, Sun Capital Partners og Permira eru einnig sagðir renna hýru auga til þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK