Mesti samdráttur hjá OECD

Verg landsframleiðsla í OECD ríkjunum dróst að jafnaði saman um 1,5% á fjórða fjórungu ársins 2008 samanborið við sama ársfjórðung árið áður. Er þetta mesti samdráttur meðal OECD-ríkjanna frá því samræmdar mælingar hófust árið 1960, samkvæmt bráðabirgðaskýrslu sem kynnt var í dag.

Samdrátturinn í Bandaríkjunum á fjórða fjórðungi síðasta árs var 1,0%, samanborið við 0,1% samdrátt á fjórðungnum á undan. Í Japan dróst verg landsframleiðsla hins vegar saman um 3,3% en 0,6% á þriðja fjórðungi ársins 2008. Á evrusvæðinu var samdrátturinn 1,5% en 0,2% á þriðja ársfjórðungi.

OECD birti ekki tölur fyrir Ísland. Samkvæmt þjóðhagsspá fjármálaráðuneytið er gert ráð fyrir að landsframleiðsla hafi dregist saman um 0,1% hér á síðasta ári en samkvæmt spá Seðlabankans var 2% hagvöxtur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK