Mosaic jafnvel í greiðslustöðvun í dag

Oasis er hluti af Mosaic Fashions
Oasis er hluti af Mosaic Fashions mbl.is/Eggert

Breska tískuvörukeðjan Mosaic Fashions, sem Baugur á 49% hlut í og Kaupþing 20%, mun jafnvel óska eftir greiðslustöðvun í dag. Þetta kemur fram í breska dagblaðinu Guardian í dag. Á laugardag greindi Times frá fyrirhugaðri greiðslustöðvun keðjunnar en í gær var þingað um framhaldið milli Kaupþings og Mosaic. Líklegast þykir að Deloitte verði bússtjóri Mosaic á greiðslustöðvunartímabilinu.

Kemur fram í Guardian að Kaupþing muni væntanlega yfirtaka skuldir Mosaic í stað hlutafjár og eignast þannig 90% hlut í keðjunni, sem meðal annars á og rekur Karen Millen og Oasis. Talið er að lykilstjórnendur, þar á meðal forstjórinn, Derek Lovelock, muni eiga 5-10% hlut í Mosaic.

Þykir líklegast að keðjunni verði skipt upp og að verslanir eins og Karen Millen, Oasis, Coast og Warehouse verði áfram inni í keðjunni en að Shoe Studio og Principles verði selt.

Frétt Guardian

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK