Krefjast gjaldþrots GM

AP

Tveir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins  krefjast þess að bandaríski bílaframleiðandinn General Motors óski eftir gjaldþrotaskiptum í stað þess að fá ríkisaðstoð enn á ný. Forsvarsmenn GM neituðu því á föstudag að fyrirtækið myndi óska eftir greiðslustöðvun, svokölluðum Chapter 11 sem oft er undanfari gjaldþrotabeiðni.

Rekstur GM er nú fjármagnaður með 13,4 milljarða dala neyðarláni frá bandarískum stjórnvöldum og í síðasta mánuði sagðist fyrirtækið þurfa á 22,6 milljörðum dala til viðbótar ef fyrirtækið eigi að lifa áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK