Krónan styrktist um 2,11%

Krónan styrktist um 2,11% í viðskiptum dagsins.
Krónan styrktist um 2,11% í viðskiptum dagsins. mbl.is/Júlíus

Krónan styrktist um 2,11% í viðskiptum dagsins og gengisvísitalan stendur í 208,50 stigum, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka.

Ekki voru mikil viðskipti með krónur á millibankamarkaði. Ný löggjöf Alþingis um hert gjaldeyrishöft virðist hafa eflt tiltrú markaðarins á gjaldmiðlinum, sem hefur leitt til áðurnefndrar styrkingar. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka skýrist stór hluti viðskiptanna af því að eigendur erlends gjaldeyris eru að selja í þeirri trú að skil á gjaldeyri muni aukast sem þýðir að krónan mun styrkjast. Ekki eru mikil viðskipti á millibankamarkaði.  

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um hert gjaldeyrishöft sem Alþingi samþykkti í gær gerir m.a. ráð fyrir því, að útflutningsviðskipti vöru og þjónustu skuli fara fram í erlendum gjaldmiðli. Í greinargerð með frumvarpinu segir, að gengi íslensku krónunnar hafi farið lækkandi síðustu vikur og séu sterkar vísbendingar um að því markmiði með skilaskyldu á gjaldeyri að byggja upp gjaldeyrisforða vegna útflutningstekna, verði ekki náð þar sem aðilar séu ekki skuldbundnir til að selja útflutningsafurðir í erlendum gjaldmiðli.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK