Gunnar og Margeir ná sáttum

Gunnar Svavarsson.
Gunnar Svavarsson.

Gunnar Svavarsson, alþingismaður, og Margeir Pétursson,  stjórnarformaður MP Banka, hafa náð sáttum eftir að hafa rætt saman símleiðis. Segir Margeir að um misskilning hafi verið að ræða, þegar hann hafi sagt Gunnar ganga erinda samkeppnisaðila MP Banka. Segir hann að ekki sé tilefni til frekari stóryrða vegna málsins.

Gunnar tekur undir þetta og segir að Margeir hafi haft samband við sig og ljóst sé að um miskilning sé að ræða. „Um miskilning er að ræða af hans hálfu varðandi spurningu mína hjá viðskiptanefnd i morgun. Ég er búinn að útskýra fyrir honum málið og í ljósi þess er ég einnig tilbúinn að horfa framhjá því að hann hafi valið þau óheppilegu orð að ég hafi verið að ganga erinda annarra, svo sem samkeppnisaðila Mp banka. Málið mun ekki hafa frekari eftirmála af minni hálfu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK