Erfið staða grísks ferðamannaiðnaðar

Það er fámennt á þessari strönd á Krít en Grikkir …
Það er fámennt á þessari strönd á Krít en Grikkir óttast umtalsverðan samdrátt í komu ferðamanna í ár. Reuters

Efnahagskreppan gæti kostað grískan ferðamannaiðnað fimm milljarða evra hið minnsta og þúsundir starfa, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustufyrirtækja í Grikklandi. Svo virðist sem bókanir á ferðum til Grikklands hafi dregist saman um 20% í ár samanborið við síðasta ár. Jafnframt eru 20% færri bókanir í ferðir með skemmtiferðaskipum og 50% í ferðir með lúxusbátum. Telja samtökin að ferðamönnum eigi eftir að fækka um þrjár milljónir á milli ára. Það þýði tekjumissi upp á 2,3 milljarða evra hjá ferðaheildsölum og tæpa þrjá milljarða í tekjur sem aðrir hafa af ferðamönnum, svo sem veitingastaðir, hótel ofl aðilar.

Hátt gengi evrunnar gagnvart breska pundinu og gjaldmiðlum ríkja í Austur-Evrópu hefur dregið úr samkeppnishæfi Grikkja gagnvart nágrannaríkjunum svo sem Tyrklandi og Egyptalandi sem eru með sinn eigin gjaldmiðil þar sem gjaldmiðlar þeirra ríkja hafa fallið umtalsvert að undanförnu.

Í síðasta mánuði var birt skýrsla sem sýndi að ferðamönnum frá Bretlandi hafi fækkað um 30% í Grikklandi og 20% frá Þýskalandi.

Ferðamannaiðnaðurinn er önnur stærsta atvinnugrein Grikkja og skapar um 18% af tekjum landsins. Alls starfa um 850 þúsund manns við ferðamannaiðnaðinn.
Ferðamenn á Akropolishæð í Aþenu
Ferðamenn á Akropolishæð í Aþenu Reuters
Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK