Gagnrýni á stjórn Byrs

Frá fundi stofnfjáreigenda Byrs í dag.
Frá fundi stofnfjáreigenda Byrs í dag. mbl.is/Golli

Sveinn Margeirsson, verkfræðingur og stofnfjáreigandi í Byr sparisjóði, gagnrýndi harkalega viðskipti stjórnar og stjórnenda sparisjóðsins með stofnfjárbréf á fundi stofnfjáreiganda sem nú stendur yfir.

Sveinn sagði að sú starfskjarastefna sem hefði verið við lýði hjá Byr hefði verið heilbrigð, væri hún borin saman við þau laun sem viðgengust hjá íslensku bönkunum. Hann sagði einnig að á margan hátt væri sjóðurinn ágætlega rekinn. Sparisjóðurinn hefði einbeitt sér að útlánum til smærri fyrirtækja og stofnana og þannig sinnt hlutverki sínu.

Sveinn gagnrýndi þó harkalega viðskipti með stofnfjárbréf í sparisjóðnum. Hann sagði að það verð sem Exeter Holding, eignarhaldsfélag sem m.a er í eigu Ágústar Sindra Karlssonar, hefði greitt fyrir stofnfjárhluti í sparisjóðnum hefði verið fáránlega hátt. Ágúst Sindri er fyrrverandi stjórnarmaður í MP banka. Hinn 19. desember síðastliðinn lánaði Byr Exeter Holding 1.100 milljónir króna til að kaupa bréfin, sem námu samtals 1,8% stofnfjárhlut í Byr. Lánið var tryggt með veði í stofnfjárbréfunum sjálfum. Seljandi bréfanna var MP banki, sem hafði áður tekið við þeim vegna veðkalls sem m.a var gert á eignarhaldsfélagið Húnahorn, en það var í eigu nokkurra stjórnenda Byrs.

Sveinn bar fram þá spurningu hvað hefði réttlætt hátt kaupverð og benti á að miðað við það verð sem greitt var fyrir bréfin með láni frá Byr sjálfum hefði verðmæti sparisjóðsins verið 61 milljarður króna. Hann benti á að verðmæti sparisjóðsins hefði engan veginn verið svona hátt, en eigið fé Byrs var 16 milljarður króna í árslok 2008. „Hver framkvæmdi áhættumat vegna þessara viðskipta?“ spurði Sveinn og benti á að markaður með stofnfjárbréf hefði verið lokaður frá ágúst 2008. Sveinn sagði að þessi viðskipti hefðu verið á „fáránlegu yfirverði.“  

„Getur verið að það hafi verið teknir peningar úr sjóðum Byrs og þeir settir inn á reikninga stjórnarmannanna?“ spurði Sveinn fundarmenn.  
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK