AGS spáir 1,3% samdrætti í ár

Merki Aljóðagjaldeyrissjóðsins.
Merki Aljóðagjaldeyrissjóðsins.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagkerfi heimsins dragist saman um 1,3% á yfirstandandi ári. Yrði það í fyrsta skipti frá síðari heimsstyrjöld, sem ekki mælist hagvöxtur í heiminum í heild. 

Sjóðurinn spáir 10,6% samdrætti á Íslandi á þessu ári og 0,2% samdrætti árið 2010. Þá spáir hann 10,6% verðbólgu að jafnaði á Íslandi á þessu ári og 2,4% á því næsta, og að atvinnuleysi verði 9,7% á þessu ári og 9,3% á því næsta.

Sjóðurinn spáir því, að breska hagkerfið dragist saman um 4,1% í ár og um 0,4% á næsta ári. Samdrátturinn verður þó meiri í stærstu hagkerfunum að mati sjóðsins: 5,6% í Bandaríkjunum, 6,2% í Japan og 4,4% á Ítalíu. 

Enginn hagvöxtur verður heldur árið 2010 að jafnaði í hagkerfi heimsins að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Um sé að ræða mesta samdráttarskeið, sem komið hefur frá síðari heimsstyrjöld. Gert er ráð fyrir að heimsviðskipti muni á dragast saman um 11% á þessu ári og verða síðan óbreytt á því næsta. 

Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK