Ný stjórn TM

mbl.is/Kristinn

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) í dag. Gunnar Karl Guðmundsson verður áfram formaður stjórnar. Nýir í stjórn eru Eva Bryndís Helgadóttir og Jón Sigurðsson. Úr stjórninni ganga Árni Hauksson og Pétur Guðmundsson.

Aðalfundurinn samþykkti  að þóknun stjórnarmanna verði með eftirfarandi hætti: Þóknun formanns verði 300.000 krónur á mánuði og annarra stjórnarmanna 150.000 krónur.

Tryggingamiðstöðin  tapaði 17,6 milljörðum króna á árinu 2008. Þar af nam tap vegna innlendrar starfsemi félagsins 5,5 milljörðum króna.

Tap vegna norska dótturfélagsins NEMI Forsikring ASA, sem nú hefur verið selt, nam hins vegar 12,1 milljörðum króna. TM segir þó að fjárhagsstaða sín sé sterk og að eignir á móti vátryggingaskuld séu sterkar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK