Landsbankinn stærsti kröfuhafinn í Fons hf.

Á hluthafafundi FL Group: Jón Sigurðsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og …
Á hluthafafundi FL Group: Jón Sigurðsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Landsbankinn er stærsti kröfuhafinn í Fons hf., sem er að meirihluta í eigu Pálma Haraldssonar. Meðeigandi Pálma er Jóhannes Kristinsson. Aðrir helstu kröfuhafar eru hinir tveir viðskiptabankarnir; Íslandsbanki og Kaupþing.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru skuldir Fons um tuttugu milljarðar króna. Ekki er vitað hvernig upphæðin skiptist á milli einstakra kröfuhafa.

Pálmi Haraldsson ákvað að óska eftir að félagið færi í gjaldþrotameðferð sem Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í fyrradag. Í samtali við Morgunblaðið vill hann lítið segja um aðdraganda þess. Einungis að félagið standi betur en mörg önnur félög sem nú séu að fara í þrot.

Samkvæmt upplýsingum blaðsins eru eignir Fons metnar á tíu til tólf milljarða. Vegna mikillar óvissu er erfitt að finna út nákvæmt verð. Fjórir milljarðar af þessum eignum eiga að vera í reiðufé auk skuldabréfa á fyrirtæki, sem séu í lagi.

Fons hefur verið atkvæðamikið í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár og átti meðal annars stóran hlut í FL Group. Auk Securitas og Plastprent á Fons hlut í bresku leikfangaversluninni Hamleys og norrænu ferðaþjónustufyrirtækinu Ticket.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK