Framtíðin undir kröfuhöfum komin

Björgólfur Guðmundsson
Björgólfur Guðmundsson mbl.is/Björgólfur

„Staðan er auðvitað mjög slæm,“ segir Björgólfur Guðmundsson um stöðu eigna sinna og skuldbindinga. Í samtali við mbl.is vildi hann ekki tjá sig um mögulegt gjaldþrot sitt að öðru leyti en því að segja að staðan væri mjög slæm, en undir kröfuhöfum væri komið hvort gert verði uppgjör á hans málum.

Í tilkynningu, sem Björgólfur sendi frá sér fyrr í dag, kemur fram að hann er í persónulegum ábyrgðum við Landsbankann fyrir um 58 milljarða króna. Stærstur hluti þessara ábyrgða kemur til vegna lána, sem fjárfestingarfélagið Grettir tók áður en Björgólfur eignaðist meirihluta í því félagi. „Eignir mínar voru á þeim tíma í einhverjum traustustu félögum og fyrirtækjum landsins eins og Landsbankanum, Eimskipi og Icelandic. Ég hikaði því ekki við að taka á mig þessa persónulegu ábyrgð, enda hafði ég trú á þeim eignum, sem stóðu á bak við ábyrgðirnar.“

Þessar eignir eru hins vegar, eins og fram kemur í tilkynningu Björgólfs lítils eða einskis virði nú. „Það er allt undir hjá mér,“ segir hann. Leggur hann áherslu á það að rétt hafi verið staðið að lánveitingum og ábyrgðum og öllum reglum fylgt. „Þetta var allt gert í góðri trú.“

Yfirlýsing um fjárhagslega stöðu Björgólfs


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK