Gjaldþrot Fons hefur ekki áhrif á Ticket

Pálmi Haraldsson
Pálmi Haraldsson Sverrir Vilhelmsson

Gjaldþrot Fons mun ekki hafa áhrif á starfsemi norræna ferðafyrirtækisins Ticket Travel Group en Fons á 29,3% hlut í félaginu.  Fons,sem er að meirihluta í eigu Pálma Haraldssonar. Meðeigandi Pálma er Jóhannes Kristinsson, fékk heimild héraðsdóms Reykjavíkur fyrir helgi til þess að fara í gjaldþrotameðferð.


Segir í tilkynningu frá Ticket að engin fjárhagsleg tengsl séu á milli fyrirtækisins og Fons og því muni þrot Fons ekki hafa nein áhrif á starfsemi né afkomu Ticket.

Landsbankinn er stærsti kröfuhafinn í Fons. Aðrir helstu kröfuhafar eru hinir tveir viðskiptabankarnir: Íslandsbanki og Kaupþing.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru skuldir Fons um tuttugu milljarðar króna. Ekki er vitað hvernig upphæðin skiptist á milli einstakra kröfuhafa.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru eignir Fons metnar á tíu til tólf milljarða. Vegna mikillar óvissu er erfitt að finna út nákvæmt verð. Fjórir milljarðar af þessum eignum eiga að vera í reiðufé auk skuldabréfa á fyrirtæki, sem séu í lagi.

Fons hefur verið atkvæðamikið í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár og átti meðal annars stóran hlut í FL Group. Auk Securitas og Plastprent á Fons hlut í bresku leikfangaversluninni Hamleys.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK