Virðing eignast 31,75% í SS

Virðing verðbréfafyrirtæki hefur eignast 31,75% hlut í B-deild Sláturfélags Suðurlands eða 63,5 milljónir hluta. Var hluturinn áður í eigu Guðmundar A. Birgissonar, kaupsýslumanns að Núpi í Ölfusi, og á hann nú 250 þúsund hluti í SS.

Sláturfélagið er samvinnufélag en ekki hlutafélag og gildir ekki alveg það sama um bréf félagsins og annarra félaga. Þannig skiptist félagið í tvo stofnsjóði, A-sjóð og B-sjóð og veita hlutabréf í B-sjóði ekki atkvæðisrétt samkvæmt samþykktum félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK