Eignast bréf Langflugs

Icelandair Boeing 757
Icelandair Boeing 757

Skilanefnd Landsbanka Íslands hefur leyst til sín 23,84% hlut Langflugs hf. í Icelandair Group. Skilanefndin leysir hlutabréfin til sín á genginu 4,5 fyrir hvern hlut. Hlutabréfin voru til tryggingar fyrir lánum vegna hlutabréfakaupa í Icelandair. Hefur þetta engin áhrif á daglegan rekstur Icelandair, samkvæmt tilkynningu frá skilanefnd Landsbankans.

Langflug er í 2/3 hluta í eigu FS7, félags Finns Ingólfssonar, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóra, og 1/3 hluta í eigu fjárfestingafélagsins Giftar.

Fyrir viku síðan leysti Íslandsbanki til sín 42% hlutafjár í Icelandair Group. Eftir þetta á bankinn samtals um 47% hlut í félaginu. Voru það hlutabréf Nausts og Máttar sem bankinn leysti til sín en félögin voru stærstu hluthafarnir í Icelandair Group. Einar Sveinsson og fjölskylda, ásamt Karli og Steingrími Wernerssonum, voru eigendur þessara félaga. Hlutur þeirra í félaginu var tæplega 39 prósent.

Íslandsbanki leysti bréfin til sín á genginu 4,5 fyrir hvern hlut líkt og skilanefnd Landsbankans.

Finnur Ingólfsson er stærsti hluthafinn í Langflugi
Finnur Ingólfsson er stærsti hluthafinn í Langflugi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK