Arðgreiðslur Sjóvár árið 2007 meiri en hagnaður

Sjóvá
Sjóvá

Arðgreiðsla Sjóvár til eigenda sinna á árinu 2007 var 170 prósent af hagnaði félagsins það árið. Milestone, fyrrverandi eigandi Sjóvár, fékk 7,3 milljarða króna í arð á sama tíma og hagnaður Sjóvár, sem samanstóð af trygginga- og fjárfestingarekstri, var 4,3 milljarðar kr.

Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu (FME) er heimilt að taka af eigin fé, með greiðslu arðs, sem nemur óráðstöfuðum hagnaði fyrri ára, ef þess er gætt að ganga ekki á hlutafé félagsins, lágmarksgjaldþol og eignir til jöfnunar vátryggingaskuld. Í lok síðasta árs uppfyllti Sjóvá ekki kröfur um lágmarksgjaldþol né átti félagið eignir til að jafna vátryggingaskuld. Samtals voru greiddir um 19,5 milljarðar króna í arð út úr Sjóvá árin 2005-2007.

Líkt og Morgunblaðið greindi frá í gær var tap á fjárfestingastarfsemi Sjóvár á síðasta ári 35,5 milljarðar króna.

Málefni Sjóvár eru sem stendur til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara eftir að Fjármálaeftirlitið (FME) vísaði þeim þangað. Áður hafði FME verið með málið til skoðunar frá apríl 2008.

Máttu ekki taka á sig ábyrgðir

Heimildir Morgunblaðsins herma að meðal annars sé verið að rannsaka brot á 9. grein á lögum um vátryggingastarfsemi. Í þriðju málsgrein hennar segir að „vátryggingafélag má ekki taka á sig ábyrgðir sem ekki eru vátryggingar. Því er óheimilt að taka á sig skuldbindingar sem ekki eru í tengslum við eðlilegan rekstur vátryggingafélags“. Sjóvá gekkst í fjárhagslega ábyrgð fyrir fasteignaþróunarverkefni í Macau á vegum dótturfélags síns að jafnvirði 8,5 milljarða króna og auk þess er grunur um að stór hluti þeirra skuldbindinga sem félagið tók á sig vegna fjárfestinga sinna sé ekki í tengslum við eðlilegan rekstur vátryggingafélags, en Sjóvá átti 35 dótturfélög sem voru utan um fasteignafjárfestingar félagsins. Verið er að rannsaka nokkur slík tilvik. Þá er rannsakað hvort stjórnendur og eigendur Sjóvár hafi gefið rangar upplýsingar um þessa hætti þegar FME leitaði skýringa á þeim.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK