Hagnaður Össurar 3,5 milljónir dala

Höfuðstöðvar Össurar
Höfuðstöðvar Össurar mbl.is

Hagnaður Össurar nam 3,5 milljónum Bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður félagsins 3,9 milljónum dala. Á fyrstu sex mánuðum ársins var hagnaður Össurar 11,1 milljón Bandaríkjadala, samanborið við 10,6 milljónir á sama tímabili árið 2008.

Sala var 81,3 milljónir Bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi, dróst saman um 3% mælt í staðbundinni mynt, eða 12% í Bandaríkjadal. EBITDA var 17,0 milljónir Bandaríkjadala, dróst saman um 11% EBITDA hlutfall var 21%, sem er sama hlutfall og fyrir sama tímabil í fyrra, að því er segir í afkomutilkynningu.

Sala var 158,5 milljónir Bandaríkjadala á fyrstu sex mánuðum ársins, dróst saman um 3% mælt í staðbundinni mynt, eða 12% í dölum.

EBITDA var 29,8 milljónir Bandaríkjadala, dróst saman um 29% EBITDA hlutfall var 19%, samanborið við 23% á sama tímabili í fyrra

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar segir í tilkynningu: „Efnahagsþrengingar á öllum okkar helstu mörkuðum hafa haft áhrif á sölu og viðskiptavinir okkar fara varfærnislega vegna óvissu um ástandið. Samningar við suma birgja í Evrópu hafa ekki verið endurnýjaðir sem hefur tímabundið neikvæð áhrif á sölu í Evrópu en ekki arðsemi. Skýr stefna í sölu og markaðsmálum í Bandaríkjunum gefur von um jákvæða þróun.

Ný útgáfa af rafeindastýrða hnénu RHEO KNEE II sem og staðfesting á að rafeindastýrði fóturinn PROPRIO FOOT hahfi verið samþykktur inn í endurgreiðslukerfið í Bandaríkjunum eru mikilvægir áfangar fyrir framtíð bionic vörulínunnar."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK