Segir verðlag nú eðlilegt á Íslandi

Erlendir ferðamenn í Reykjavík.
Erlendir ferðamenn í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Útlendir ferðamenn eru alsælir á Íslandi enda staða íslensku krónunnar þannig að ódýrt er fyrir útlendinga að kaupa inn á Íslandi. Meðal annars má sjá japanska ferðamenn, sem áður voru sjaldséðir á Íslandi, borða á íslenskum veitingastöðum og kaupa fatnað í verslunum. Í grein sem birtist í Telegraph um helgina segir að ekkert sé ódýrt á Íslandi en verðlagið sé nú eðlilegt vegna falls krónunnar gagnvart evru.

Í greininni er rætt við Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sem segir að allt sé á réttri leið á Íslandi og þjóðin sé að komast betur í gegnum hörmungarnar heldur en áður var talið. 

Andri Snær Magnason, rithöfundur tekur í svipaðan streng og segir að allt sé með svipuðu sniði og áður og þeir sem hafi misst vinnu í bönkunum hafi fengið nýtt starf. 

Greinarhöfundur fer yfir gengi krónunnar, lán fólks í erlendri mynt, setningu hryðjuverkalaganna og atvinnuleysi á Íslandi í samanburði við nokkur lönd í Evrópu. Segir hann að Íslendingar hafi í ótta sínum sótt um aðild að Evrópusambandinu. En hann telur að þegar aðildarviðræðum verði lokið þá verði erfiðleikar að baki á Íslandi og lítill hagur í því að sækja um.   Eins furðar greinarhöfundur sig á því að alþjóðleg matsfyrirtæki íhugi að setja íslensk ríkisbréf í ruslflokk.

Greinin í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK