Landic semur við íslenska banka

Fasteignafélagið Landic Property hefur undirritað samning við NBI, Nýja Kaupþing, Íslandsbanka og Glitni um fjárhagslega endurskipulagningu innlends fasteignasafns síns.

Félagið segir, að samningurinn styrki rekstur  innlendra dótturfélaga Landic Property, en fasteignarekstur fyrirtækisins á Íslandi gangi vel og sé samkvæmt áætlun. Fasteignasafn félagsins samanstendur af 120 fasteignum, samtals meira en 400 þúsund fermetrum af góðu verslunar- og skrifstofuhúsnæði á kjörsvæðum, einkum miðsvæðis í Reykjavík. Meðal eigna félagsins eru Kringlan og Hilton Reykjavík Nordica.

Síðastliðna mánuði hefur verið unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu móðurfélagsins, Landic Property hf., og sölu á erlendum fasteignasöfnum félagsins og er sú vinna enn í gangi. Félagið mun í framtíðinni einbeita sér að rekstri fasteigna á Íslandi. Félagið er að ganga frá sölu á Magasin og Illum fasteignunum og unnið er að sölu á danska fasteignasafninu Atlas I.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK