Hagvöxtur í Japan

Hagvöxtur mældist í Japan á öðrum ársfjórðungi og hefur það …
Hagvöxtur mældist í Japan á öðrum ársfjórðungi og hefur það ekki gerst síðan á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs Reuters

Hagvöxtur mælist nú í Japan, í fyrsta skipti í rúmt ár. Mældist hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi 0,9% og er annað stærsta hagkerfi heims því laust úr viðjum efnahagskreppunnar, samkvæmt nýjum hagtölum sem birtar voru í dag. Má rekja þetta til aukins útflutnings og aðgerða stjórnvalda til þess að hleypa lífi í atvinnulífið.

Verg landsframleiðsla jókst um 3,7% á öðrum ársfjórðungi og fylgir Japan þar í fótspor Þýskalands og Frakklands sem í síðustu viku kynntu nýjar hagtölur sem benda til þess að það versta sé að baki.

Að sögn Kyohei Morita, hagfræðings hjá Barclays Capital, má gera ráð fyrir því að hagvöxtur mælist í Japan það sem eftir lifir árs. Með þeim fyrirvara að aðgerðir stjórnvalda verði áfram til staðar. Hann telur að það verði ekki fyrr en á fyrsta ársfjórðungi næsta árs sem verulega reyni á í Japan en þá hafa áhrif af aðgerðum stjórnvalda runnið sitt skeið á enda. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK