Svarar því í næstu viku hver seldi í SPRON

Hlynur Jónsson, formaður skilanefndar SPRON, hefur verið kallaður fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur miðvikudaginn 10. september næstkomandi.

Þar mun Grímur Sigurðsson hrl, lögmaður Davíðs Heiðars Hanssonar, spyrja Hlyn hver var seljandi stofnfjárbréfa í SPRON að upphæð rúmar 55 milljónir króna, sem Davíð keypti í júlí 2007. Hlynur hefur áður neitað að svara þessari spurningu, en Hæstiréttur hefur dæmt að honum sé skylt að svara spurningunni fyrir dómi.

Ef í ljós kemur að seljandinn var stjórnarmaður í SPRON, hyggst Davíð höfða mál og krefjast þess að kaupverðið verði endurgreitt.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK