610 milljarða króna lántökur

Reiknað er með að heildarlántökur ríkissjóðs á þessu ári verði 610 milljarðar króna, þar af 520 milljarðar í íslenskum krónum en jafngildi 90 milljarða króna í erlendri mynt.  Horfur eru á að ríkissjóður greiði 120 milljarða í afborganir af teknum lánum. 

Þetta kemur fram í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir yfirstandandi ár, sem lagt var fram á Alþingi í dag. Af einstökum lántökutilefnum munar mest um 300 milljarða króna útgáfu ríkisskuldabréfa til að fjármagna eigið fé nýju bankanna og annarra fjármálastofnana og jafngildi 75 milljarða króna láns, sem reiknað er með að verði afgreidd í ár frá Norðurlöndum og Póllandi, til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans.

Aðrar lántökur, til að mæta afborgunum og hallarekstri ríkissjóðs, eru áætlaðar samtals 235 milljarðar króna. Horfur eru á að ríkissjóður greiði 120 milljarða króna í afborganir af teknum lánum. Samkvæmt því er reiknað með lántökur ríkissjóðs umfram afborganir verði 490 milljarðar króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK