Hagvöxtur yfir 8% í Kína í ár

Byggingaframkvæmdir í Changzhi í Shanxi-héraði.
Byggingaframkvæmdir í Changzhi í Shanxi-héraði.

Nýjar hagtölur í Kína benda til þess að hagvöxtur verði meiri í ár en áætlanir ríkisstjórnarinnar gerðu ráð fyrir, eða um 8,9% í stað 8%.

Miðað við vöxt á þriðja fjórðungi ársins verður hagvöxturinn í Kína í ár 8,9%. Á fyrra fjórðungi bentu hagtölur til þess að vöxturinn næði ekki markmiðum stjórnarinnar og yrði 7,9%.

Vöxturinn var meiri á þriðja fjórðungi ársins en á nokkru öðru þriggja mánaða tímabili í heilt ár. Í heild nemur hagvöxturinn 7,7% fyrstu níu mánuði ársins en embættismenn í Peking staðhæfa, að hann verði yfir 8% á árinu öllu.

Kínverska stjórnin hefur varið gríðarlegum upphæðum til stórframkvæmda í samgöngumálum og öðrum innviðum landsins í þeim tilgangi að skapa ný störf og auka eftirspurn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK