Nova valið markaðsfyrirtæki ársins

Hermann Guðmundsson, forstjóri N1
Hermann Guðmundsson, forstjóri N1 mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Markaðsfyrirtæki ársins 2009 samkvæmt vali ÍMARK er  fjarskiptafyrirtækið Nova en Hermann Guðmundsson, forstjóri N1 var valinn markaðsmaður ársins. Tilkynnt var um valið í hádeginu.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin fyrir hönd ÍMARK en þetta er í 19. sinn sem verðlaunin eru veitt.

Auk Nova voru CCP, N1 og Vodafone tilnefnd til verðlaunanna.

Íslensku markaðsverðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum á líðandi ári og sannað þykir að sýnilegur árangur hafi náðst. Við ákvörðun um verðlaunahafa er tekið mið af fagmennsku við markaðsmálin og að fjárhagslegt öryggi sé til staðar, samkvæmt tilkynningu frá ÍMARK.

Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1991 og hafa P. Samúelsson,  Miðlun, Olís,  Íslensk ferðaþjónusta,  Íslenskar sjávarafurðir, Vaka Helgafell, Sláturfélag Suðurlands, Tal, SÍF,  Húsasmiðjan,  Bláa Lónið, Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Flugfélag Íslands, Actavis, Síminn, Icelandair, Landsbankinn og Össur verið valin markaðsfyriræki ársins.

Með inngöngu ÍMARK í Samtök norrænna markaðsfélaga hóf ÍMARK árið 1998 að velja markaðsmann ársins en hann er með í vali á markaðsmanni Norðurlanda. Markaðsmaður ársins 1998 er Valur Valsson bankastjóri Íslandsbanka, markaðsmaður ársins 1999 er Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ársins 2000 Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða, Bogi Pálsson 2001, Þórólfur Árnason 2002, Magnús Scheving  2003, Björgólfur Thor Björgólfsson 2004, Svanhildur Konráðsdóttir  2005. Björn Kr. Leifsson og Hafdís Jónsdóttir  2006, Andri Már Ingólfsson var valinn Markaðsmaður ársins 2007 og Magnús Geir Þórðarson árið 2008.
 

Liv Bergþórsdóttir hjá Nova
Liv Bergþórsdóttir hjá Nova mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK