Telur jákvætt að Moody's meti horfur stöðugar

Ingólfur Bender
Ingólfur Bender

Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir að með nýju mati Moody's þá séu matsfyrirtækin þrjú, Moody's, Fitch Rating, Standard & Poor's  og R&I, sammála hvað varðar mat á stöðu Íslands. Hins vegar eru horfur stöðugar samkvæmt Moody's en neikvæðar hjá hinum.

Þetta þýðir að öll matsfyrirtækin setja skuldabréf ríkissjóðs einu þrepi frá svokölluðum ruslbréfum eða spákaupmennskubréfum (e. junk bonds).

Ingólfur segir það í sjálfu sér jákvætt að Moody's skuli meta horfur hér stöðugar hvað varðar langtímaskuldbindingar ríkissjóðs í erlendri mynt. Þar sem þetta sé það nýjasta sem hefur komið frá lánshæfismatsfyrirtækjunum þá sé spurning um hvað hin muni gera í kjölfarið.

Hann segir að matið skipti í sjálfu sér ekki miklu máli nú þar sem ríkissjóður er ekki að sækja sér mikið fjármagn og eins virðist einkunnin ekki skipta miklu máli fyrir ríkisfyrirtæki eins og staðan er í dag.

Sjá tilkynningu Moody's í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK